Um mig

Hvaðan ert þú?

Ég er frá laugardalnum.

Hverju hefur þú áhuga á?

dans1Mín áhugamál ertu helst dans og frjálsar. Ef ég hefði þurft að velja annaðhvort þá myndi ég auðvitað velja dans því að hann
lýsir mér og mínum persónuleika mest.

Af hverju valdir þú listnámsbraut?

Af því að list hefur alltaf verið mitt uppáhalds þegar það kemur að námi og draumur minn hefur verið að verða kvikmyndastjóri.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?

Annaðhvort pylsa, pizza eða hamborgari.

Hvað finnst þér um námið í Borgarholtsskóla?

Mjög gott. Félagslífið er æðislegt og kennararnir mjög fínir en það eina sem ég þoli ekki er að það er ekki hægt að fá leyfi í þessum skóla sem er bara fáránlegt.

Hver er mesti óttinn þinn?

Sjórinn. hef verið hræddur við hann síðan ég var smápolli.

Áttu gæludýr?

Já og þau eru of mörg. Ég á í kringum fimmtíu hunda og fjóra ketti.

Aldur?

Ég fæddist árið 2000 og aldur minn er 16 ára.

Besti vinur?

Hann heitir Alex. Ég og hann höfum verið vinir í kringum 11 ár og við munum örugglega verða gamlir kallar saman.

Hver er helsta ósk þín?

Að eiga góða framtíð og að geta lifað lífinu vel. Ná mínu markmiði og gefa mömmu sinn draumabíl.

Ertu með falinn hæfileika?

Já. Ég finn ekki fyrir sársauka og get gert mjög sérstaka hluti með puttunum mínum.

Hvert stefnir þú í lífinu?

Vestur.

Dans

img_1143Mitt fyrsta áhugamál sem ég ætla að tala um er dans. Dans hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi því að ég byrjaði eins og margir að dansa þegar ég var lítill en ég hætti aldrei. Ég var alltaf sífellt dansandi við hvaða tón sem í kringum mig væri. Ég hef æft frekar mikið af dönsum eins og t.d. ballet, jazz, ballroom og street dans sem er mitt uppáhalds. Street dans hefur haft mikil áhrif á minn líða og bara sálina mína. Ég er orðinn miklu rólegri en ég var og ekki alltaf svona feiminn sem að ég er elska. En það besta við dansinn er dansfjölskyldan. Sú fjölskylda er sú allra besta og hef ég Brynju péturs að þakka fyrir það. Þeir dansar sem eru sagðir vera street dansar heita: Hip Hop, Popping, Top Rock, Wacking, Dancehall, House og Break. Ég er að æfa 4 dansa af þessum 7 og hef ég æft þá í mismunandi tíma. Ég hef æft Popping í kringum tvö og hálft ár og er bestur í þeim dansi. Hip Hop hef ég æft í kringum eitt og hálft ogTop Rock í eitt ár.

Frjálsar

Næsta áhugamál mitt eru frjálsar íþróttir. Ég byrjaði í því í kringum sama tíma og dansinn en ef ég þyrfti að velja á milli hvort að ég ætti að vera í dans eða frjálsum þá væri dansinn auðvitað valinn. Það sem ég er valinn til að keppa í frjálsum er vanalega annaðhvort langstökk, sprettur eða boðhlaup. Ég hef oft keppt í svona keppnum og lent í fyrsta, örðu, þriðja og stundum fjórða. Það góða og skemmtilega við það að æfa frjálsar er að maður heldur góðu formi, það er alveg hrikalega góður stuðningur, maður verður hraustari og svo er bara mjög gaman í þessu. Það sem er helst leiðinlegt við þetta er að þjálfarinn verður stundum frekar strangur og lætur okkur gera of mikið, það er ekki erfitt að meiðast í þessu eins og að slíta vöðva, togna og brjóta bein.