Uncategorized

Kvikmyndun

Kvikmyndun hefur alltaf verið skemmtileg fyrir mér. Það er bara svo æðislegt að taka upp, klippa, skrifa handrit, leikstýra, og gera myndbönd eða myndir með bestu vinum sínum. Ég hef gert mörg video með vinum mínum og líka nokkrar stuttmyndir sem hægt er að finna á youtube. Við höfum verið að gera video í frekar langan tíma og byrjuðum við held ég í annaðhvort í fimmta eða sjötta bekk. Hugmyndir fyrir vídeóin okkar koma bara allt í einu t.d. við erum að hanga heima hjá eihverjum eða erum einhversstaðar úti þegar það kemur allt í einu hugmynd.

Skór

img_1534Að vera dansari tengist líka mikið því hverju maður klæðist. Í mínum dansflokki þá eru hettupeysur, skyrtur, væntanlega bolir, gallabuxur eða joggings. Svo er það einn af mikilvægustu hlutum dansara, það eru skór. Þessi mynd sem þú sérð fyrir ofan textann eru mínir uppáhalds skór og hefur mig alltaf langað í þá síðan ég byrjaði í street dans. Ég persónulega elska skó og sérstaklega Jordans, sem eru margar gerðir af skóm sem eru fyrir, dans, götuna og körfubolta. Þegar ég fékk mínu fyrstu Jordans var ég alveg hrikalega sáttur. Það er bara eitthvað við það að opna skókassann
og sjá mjög vel gerða og stundum mjög litríka skó. Skórnir sem ég fékk heita Jordan 5 AM og sérð þá á myndinni undir textanum.img_1537