Kvikmyndun

Kvikmyndun hefur alltaf verið skemmtileg fyrir mér. Það er bara svo æðislegt að taka upp, klippa, skrifa handrit, leikstýra, og gera myndbönd eða myndir með bestu vinum sínum. Ég hef gert mörg video með vinum mínum og líka nokkrar stuttmyndir sem hægt er að finna á youtube. Við höfum verið að gera video í frekar langan tíma og byrjuðum við held ég í annaðhvort í fimmta eða sjötta bekk. Hugmyndir fyrir vídeóin okkar koma bara allt í einu t.d. við erum að hanga heima hjá eihverjum eða erum einhversstaðar úti þegar það kemur allt í einu hugmynd.