Einar Már Baldvinsson

Sértrúarsöfnuður C’thulhus
Herferðarveggspjöld, 2020.

Bakgrunnur verksins: C’thulhu er nokkurs konar geimvera sem kom til jarðarinnar áður en að mannkynið varð til. C’thulhu kom til jarðarinnar til þess að ríkja yfir henni en var fangelsaður í R’lyeh (Borg sem er staðsett í Kyrrahafinu.) C’thulhu er úr bókunum hans H.P. Lovecrafts. Í bókunum talar hann um geimverur eins og C’thulhu sem eru almáttugar. Önnur geimvera er Azathoth. Azathoth er öflugasta geimveran í alheiminum. Í sögunum útskýrir Lovecrafts að við erum ekkert nema draumurinn hans Azathoths og að þegar hann vaknar á endanum munum við öll hverfa. Þetta setur einnig fram spurninguna um hversu ómerkilegt mannkynið er í þessum alheimi. Herferðin mín er fyrir fylgjendur C’thulhus sem trúa að þegar C’thulhu vaknar verði öllu mannkyninu útrýmt nema þeim. Ég held að C’thulhu gæti ekki verið meira sama um fylgjendur sína. Hann hugsar um okkur eins og við hugsum um pöddur.