VELKOMIN Í GALLERÍ 208

VEFSÝNINGU LOKAÁRSNEMA Í GRAFÍSKRI HÖNNUN VORIÐ 2020

Í ár er lokasýning nemenda í grafískri hönnun í Borgarholtsskóla hér á þessari vefsíðu sem við kjósum að nefna Gallerí 208, eftir númeri skólastofunnar sem var vinnustaður okkar í vetur. Allt þar til loka þurfti skólanum vegna samkomubanns í mars síðastliðnum.

Sextán nemendur sýna hér verk sín: veggspjöld, teikningar, hreyfimyndir, bækur og ýmiss konar prentverk ásamt ferilmöppum. Verkin á sýningunni eru unnin í verkstæðisáfanga á lokaári undir leiðsögn Ara Halldórssonar, Hafdísar Pálínu Ólafsdóttur og Kristínar Maríu Ingimarsdóttur.