Stíflan sem er grunnurinn undir brúnni er fyrsta mannvirki Rafveitu Akureyrar og hluti af Glerárstöð, sem var fyrsta virkjun Rafveitunnar. Stíflan var byggð árið 1921, stöðvarhúsið 1922 og virkjunin tekin í notkun það ár. Verkið var undirbúið af sænska verkfræðifyrir-tækinu "Billes & Wijkmark" og framkvæmdum stjórnað af sænska verkfræðingnum Olof Sandell. Eftir að framkvæmdum lauk tók fyrsti rafveitustjórinn á Akureyri, Knut Otterstedt við stjórn virkjunarinnar. Hún var starfrækt fram til ársins 1960. Rafveita Akureyrar lét hanna göngubrúna og lagði fram þriðjung kostnaðar við byggingu hennar, í tilefni af 75 ára afmæli sínu árið 1997.
Akureyrarbær lét smíða brúna árið 1998. Hönnuðir voru arkítektastofan í Grófargili og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen. Verktaki var Sæstál á Dalvík.

 

Texti á mynnisvarða við Glerá. Sjá mynd.