Heimasíðugerð fyrir notendur Borgarholtsskóla

Uppsetning á vefsíðu fyrir nemendur Borgarholtsskóla

Þessar allra helstu upplýsingar

Nafn vefþjóns: birta.bhs.is
tengjast skal með samskiptastaðlinum: sftp (port 22).
Notendanafn þitt er kennitala þín ef þú ert nemandi en annars er það yfirleitt nafnið þitt ef þú ert kennari.
Slóðin á vefsvæði þitt er: http://birta.bhs.is/~notendanafn/

Hafðu í huga að vefsvæði Þitt er sjálfkrafa búið til þegar þú tengist því í fyrsta skipti með sftp. Ef þú sérð ekki vefsíðuna þína þá gæti verið að þú hafið gleymt að gera það fyrst. Athugið að allar skrár sem eiga að birtast á vefsvæði ykkar verður að setja inní möppuna public_html á sftp svæðinu annars munu þær ekki sjást.

Vefþjónn kvartar yfir réttindum (permissions)

Ef að réttindi ykkar eru í ólagi (vefkerfi kvartar yfir réttindum) þá er hægt að fara hingað, slá inn kennitölu ykkar og þá eiga réttindin ykkar að vera löguð

Gagnagrunnsstillingar

Mysql gagnagrunn þarf að nota í fjölmörgum vefkerfum ss. Wordpress og joomla. Auðkenni fyrir MYSQL gagnagrunninn þinn er að finna á vefsvæði þínu (í gegnum sftp). Þar er skrá sem heitir mysql_settings.txt sem þú getur halað niður og kíkt í. Í henni er nafnið á gagnagrunninum þínum, notendanafnið og lykilorðið fyrir þann gagnagrunn.